Um okkur

Þeir Ágúst Morthens og Bjarni Olesen opnuðu verslun­ina í byrjun maí árið 1987. Lengst var verslunin undir stjórn Gústa og Hrefnu í húsnæði að Eyravegi 35. En árið 2018 seldi Gústi Morthens verslunina honum Jóhannesi Þór Ólafssyni og flutti hún að Gagnheiði 59.

Verslunin hefur á þessum 37 árum verið leiðandi í sölu á stangaveiði og skotveiðivörum á Suðurlandi. Við erum alltaf að bæta við vöruúrvalið og það er gaman að segja frá því að við erum með yfir 1000 tegundir af flugum.

Úrval af veiðivöðlum, veiðifötum og veiðivörum á Íslandi

Við bjóðum upp á mikið úrval af veiðivörum fyrir alla veiðimenn, þar á meðal spúna framleidda á Íslandi, En þar á meðal er hinn víðfrægi Íslandsspúnn. Hjá okkur finnur þú einnig fluguhjól, veiðihjól, veiðistangir og mikið úrval af veiðifötum, þar á meðal vöðlum og öðrum veiðifatnaði sem hentar bæði byrjendum og vönum veiðimönnum. Við eigum til einnig barnastangir og fleira fyrir þá yngstu sem eru að stíga sín fyrstu skref í veiðimennskunni

Einnig bjóðum við upp á að spóla upp veiðihjól fyrir viðskiptavini okkar og kappkostum alltaf að vera með til sölu maðka, sára og makríl þegar veiðitímabilið er í hámarki.

Opnunartími frá 9-18 mán til föstd. Laug frá 11-16.

Sími: 482-1506 Netfang: veidisport(hja)veidisport.is